Reykjavík International Games 2018

Badminton hefur verið hluti af Reykjavik International Games frá upphafi. Það hefur verið TBR sem hefur séð um framkvæmd mótsins. Í upphafi voru það aðallega Danir sem mættu til leiks auk Íslendinganna. Það hefur þó breyst örlítið og eru það aðallega Færeyingar sem sækja mótið núna. Mótið er unglingamót og er keppt í öllum aldursflokkum; U13(fædd 2005 og síðar), U15(fædd 2003 og 2004), U17(fædd 2001 og 2002) og U19(fædd 1999 og 2000). Í upphafi voru aðeins erlendir keppendur í U19 flokknum. Árið 2011 markaði þó tímamót því að í fyrsta sinn voru keppendur í yngri flokkunum líka. Það komu spilarar frá Færeyjum í bæði U13 og U15 auk þess sem Svíar sendu leikmenn í elsta flokkinn eins og verið hefur undanfarin ár. Í ár er reiknað með erlendum keppendum í öllum aldursflokkum

Öllum þátttakendum er heimilt að skrá sig í allar greinar, þe. einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik.

TBR býður upp á frábæra aðstöðu í Laugardalnum í húsi sem er eingöngu ætlað til badmintoniðkunnar. Húsið hefur 12 badmintonvelli á viðargólfi.

Dagskrá Reykjavík International Games 2017:
laugardagur 3. febrúar: Keppni hefst kl 09:00 og leikið fram eftir degi
sunnudagur 4. febrúar: Undanúrslit hefjast kl 09:00 og úrslit á eftir.

Til að komast á aðalsíðu Reykjavík International Games smellið hér