Meistaramót Íslands.

Meistaramót Íslands fór fram um helgina í TBR húsinu um helgina. Mótið markar endalok tímabilsins fyrir marga leikmenn og það mót sem margir badmintonspilarar stefna að toppa sig á. Keppnin var mjög hörð þetta árið og mikið var um mjög gott badminton enda leikmenn flestir í hörku formi þessa dagana. Spilað var í öllum flokkum en einnig var leikið í tvemur sérstökum flokkum sem eru einungis spilaðir á Íslandsmóti ár hvert. Þessir flokkar eru Æðstiflokkur sem er fyrir leikmenn 50 ára og eldir og Heiðursflokkur sem er ætlaður 60 ára leikmönnum og eldir. Einn leikmaður, Margrét Jóhannsdóttir, náði þeim frábæra árangri að verða þrefaldur Íslandsmeistari þegar hún vann allar þær greinar sem voru í boði fyrir hana. Margrét, sem er leikmaður í meistaraflokki í TBR, varð með því 19 einstaklingurinn í 70 ára sögu Meistaramóts Íslands til þess að ná þeim árangri. Við hjá TBR óskum henni innilega til hamingu með árangurinn.

Sigurvegarar frá TBR í mótinu:

Meistaraflokkur

Einliðaleikur karla.
  1. Kári Gunnarsson.
  2. Kristófer Darri Finnsson.

Einliðaleikur kvenna.
  1. Margrét Jóhannsdóttir.
  2. Sigríður Árnadóttir.

Tvíliðaleikur karla.
  1. Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson.
  2. Daníel Thomsen og Kári Gunnarsson.

Tvíliðaleikur kvenna.
  1. Margrét Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir.
  2. Drífa Harðardóttir og Elsa Nielsen.

Tvenndaleikur
  1. Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir.
  2. Davíð Bjarni Björnsson og Drífa Harðardóttir[ÍA].

A flokkur

Einliðaleikur karla.
  2. Haraldur Guðmundsson.

Einliðaleikur kvenna.
  1. Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir.

Tvíliðaleikur karla.
  1. Ingólfur Ingólfsson og Sævar Ström.
  2. Indriði Björnsson og Þórhallur Einisson[Hamar].

Tvenndaleikur.
  1. Haraldur Guðmundsson og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir.
  2. Birgir Hilmarsson og Sigrún Marteinsdóttir.

B flokkur

Einliðaleikur karla.
  1. Andri Broddason.

Tvenndaleikur.
  2. Sigurður Ingi Pálsson og Bjarndís Helga Blöndal[Hamar].

Æðstiflokkur

Einliðaleikur karla.
  1. Árni Haraldsson.

Tvíliðaleikur karla.
  1. Gunnar Þór Gunnarsson og Sigfús B Sverrisson.
  2. Alexander Eðvarðsson og Egill Magnússon.

Heiðursflokkur

Einliðaleikur karla.
  1. Gunnar Bollason.
  2. Haraldur Kornelíusson.

Tvíliðaleikur karla.
  1. Gunnar Bollason og Haraldur Kornelíusson.
  2. Hannes Ríkarðsson og Jónas Þórir Þórisson.