Íslandsmeistaramót unglinga.

Íslandsmeistaramót unglinga fór fram í TBR húsinu um síðastliðna helgi. Mótið var hið glæsilegasta þar sem yngri kynslóðin var í eldlínunni. Mótið gekk vel fyrir sig og voru eldir leikmenn TBR fengnir til þess að aðstoða við mótið þegar úrslitin voru spiluð á sunnudeginum. Tveir leikmenn náðu þeim frábæra árangri að sigra þrefalt á mótinu en það voru þau María Rún Ellertsdóttir úr ÍA og Davíð Bjarni Björnsson úr TBR og óskar TBR þeim, jafnt sem öllum sigurvegurum helgarinnar innilega til hamingju með titlana.

Sigurvegarar frá TBR í mótinu:

U11

Einliðaleikur snáðar.
  2. Theodór Ingi Óskarsson.

Einliðaleikur snótir.
  1. Lilja Bu.
  2. Sigurbjörg Árnadóttir.

Tvíliðaleikur snáðar/snótir.
  2. Lilja Bu og Sigurbjörg Árnadóttir.

U13

Tvíliðaleikur hnokkar.
  2. Andri Freyr Haraldsson og Steinar Petersen.

Tvíliðaleikur tátur.
  1. Lilja Bu og Sigurbjörg Árnadóttir.

Tvenndaleikur hnokkar/tátur.
  2. Steinar Petersen og Sigurbjörg Árnadóttir.

U15

Einliðaleikur sveinar.
  1. Gústav Nilsson.
  2. Stefán Árni Arnarsson.

Tvíliðaleikur sveinar.
  1. Gústav Nilsson og Tómas Sigurðarson.

Tvíliðaleikur meyjar.
  2. Júlíana Karitas Jóhannsdóttir og Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir.

U17

Einliðaleikur drengir.
  1. Eysteinn Högnason.

Einliðaleikur telpur.
  1. Þórunn Eylands.
  2. Andrea Nilsdóttir.

Tvíliðaleikur drengir.
  1. Bjarni Þór Sverrisson og Eysteinn Högnason.
  2. Daníel Ísak Steinarsson[ÍA] og Einar Sverrisson.

Tvenndaleikur drengir/telpur.
  1. Einar Sverrisson og Þórunn Eylands.

U19

Einliðaleikur pilta.
  1. Davíð Bjarni Björnsson.
  2. Atli Tómasson.

Tvíliðaleikur pilta.
  1. Atli Tómasson og Davíð Bjarni Björnsson.

Tvíliðaleikur stúlkur.
  1. Andrea Nilsdóttir og Harpa Hilmisdóttir[BH].
  2. Margrét Dís Stefánsdóttir og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir[ÍA].

Tvenndaleikur piltar/stúlkur.
  1. Davíð Bjarni Björnsson og Andrea Nilsdóttir.
  2. Elís Þór Dansson og Margrét Dís Stefánsdóttir.