Deildakeppni BSÍ.

Mikil stemming í TBR um helgina.

Deildakeppni BSÍ fór fram um helgina í TBR húsinu. Keppnin er sérstök að því leiti að hún er eina liðakeppnin sem haldin er á hverju tímabili og markar hápunkt margra badmintonspilara. Leikið var í meistara-, A- og B deild og mikið var um gott badminton. Keppni hófst á föstudeginum og lauk á sunnudeginum. Mótið þótti takast mjög vel og þakkar TBR öllum þeim sem fylgdust með kærlega fyrir frábæra helgi.

Úrslit helgarinnar:

Meistaradeild

  1. TBR Rokkstjörnur.
  2. TBR Veggurinn.

A deild

  1. BH Innri fegurð.
  2. TBR/Hamar Öllarar.

B deild

  1. TBR/UMFA Hákarlar.
  2. ÍA/UMFS.