Reykjavík international games.

Reykjavíkurleikarnir fara um þessar mundir fram í Reykjavík í tíunda skiptið. Badminton er þar á meðal keppnisgreina og fara leikarnir fram í TBR húsinu. Um síðastliðna helgi fór fram Iceland International, sem er stærsta innlenda landsliðsverkefni sem okkar fremstu leikmenn taka þátt á. Mótið er einnig hluti af Reykjavíkurleikunum ásamt unglingamóti í badminton sem fer fram næstu helgi. Á báðum mótum fáum við í heimsókn fjöldann allan af erlendum leikmönnum sem lífga mjög upp á badminton hér á landi.

Mikið var um frábært badminton um síðustu helgi en RÚV sýndi beint frá öllum úrslitaleikjunum á sunnudaginn. Það er ljóst að um næstu helgi verður jafn mikið um að vera í TBR húsinu og við hvetjum alla til að kíkja í heimsókn og fylgjast með því sem fyrir augu ber.s