Meistaramót TBR.

Badmintonárið 2017 byrjaði um helgina með hinu árlega Meistaramóti TBR. Mótið var hin besta skemmtun og ljóst er að badmintonárið 2017 kemur til með að vera frábært. Tveir leikmenn náðu þeim frábæra árangri að vinna þrefalt á mótinu þegar þau unnu einliða, tvíliða og tvenndaleik. Margrét Jóhannsdóttir vann í meistaraflokki og Víðir Þór Þrastarson í b flokki. TBR þakkar fyrir góðar stundir um helgina og hlakkar til að fylgjast með góðu badmintoni á árinu 2017.

Sigurvegarar frá TBR í mótinu:

Meistaraflokkur

Einliðaleikur karla.
  1. Eiður Ísak Broddason.
  2. Kristófer Darri Finnsson.

Einliðaleikur kvenna.
  1. Margrét Jóhannsdóttir.
  2. Arna Karen Jóhannsdóttir.

Tvíliðaleikur karla.
  1. Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson.
  2. Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson.

Tvíliðaleikur kvenna.
  1. Margrét Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir.
  2. Elsa Nielsen og Sunna Ösp Runólfsdóttir.

Tvenndaleikur
  1. Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir.
  2. Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir.

A flokkur

Tvíliðaleikur karla.
  1. Haraldur Guðmundsson og Jón Sigurðsson.
  2. Egill Sigurðsson og Þórhallur Einisson [Hamar].

Tvíliðaleikur kvenna.
  1. Guðrún Björk Gunnardóttir og Hrund Guðmundsdóttir [Hamar].

Tvenndaleikur.
  1. Jón Sigurðsson og Guðrún Björk Gunnardóttir.

B flokkur

Einliðaleikur karla.
  2. Andri Broddason.

Einliðaleikur kvenna.
  1. Júlíana Karitas Jóhannsdóttir.

Tvíliðaleikur kvenna.
  1. Júlíana Karitas Jóhannsdóttir og Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir.
  2. Björk Orradóttir og Eva Margit Atladóttir.