Reykjavíkurmót unglinga.

Yngri kynslóðin í aðalhlutverki um hegina.

Um síðastliðna helgi fór Reykjavíkurmót unglinga fram í TBR. Mótið, sem er árlegt, var spennandi og skemmtilegt og mikið var um gott badminton. Keppt var í unglingaflokkum frá U13-U19 og aðeins var spilað á laugardeginum. Mótið fór vel fram fyrir utan smávægileg mistök mótstjórnar við tímasetningar og því dróst mótið aðeins lengur fram á kvöld en til stóð. TBR þakkar öllum þeim sem komu að mótinu kærlega fyrir helgina.

Sigurvegarar frá TBR í mótinu:

U13

Einliðaleikur tátur.
  2. Sigurbjörg Árnadóttir.

Tvíliðaleikur hnokkar.
  2. Stefán Eiríksson og Steinar Petersen.

Tvíliðaleikur tátur.
  1. Lilja Bu og Sigurbjörg Árnadóttir.

Tvenndaleikur hnokkar/tátur.
  2. Steinar Petersen og Sigurbjörg Árnadóttir.

U15

Einliðaleikur sveinar.
  1. Gústav Nilsson.

Tvíliðaleikur sveinar.
  1. Gústav Nilsson og Stefán Árni Arnarsson.
  2. Baldur Einarsson og Guðmundur Hermann Lárusson.

Tvíliðaleikur meyjar.
  2. Anna Alexandra Petersen og Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir.

Tvenndaleikur sveinar/meyjar.
  2. Stefán Árni Arnarsson og Anna Alexandra Petersen.

U17

Einliðaleikur drengir.
  1. Eysteinn Högnason.
  2. Einar Sverrisson.

Einliðaleikur telpur.
  1. Þórunn Eylands.

Tvíliðaleikur drengir.
  1. Bjarni Þór Sverrisson og Eysteinn Högnason.
  2. Andri Broddason og Einar Sverrisson.

Tvenndaleikur drengir/telpur.
  1. Einar Sverrisson og Þórunn Eylands.
  2. Bjarni Þór Sverrisson og Harpa Kristný Sturlaugsdóttir[ÍA].

U19

Tvíliðaleikur pilta.
  1. Atli Tómasson og Davíð Bjarni Björnsson.