Einliðaleiksmót TBR.

Fyrsta mót tímabilsins.

Keppnistímabilið 2016-2017 hófst með Einliðaleiksmóti TBR um helgina þar sem var, eins og nafnið gefur til kynna, eingöngu spilað í einliðaleik karla og kvenna. Sá háttur var á að einungis þeir 16 spilarar sem verma efstu sætin á styrkleikalista BSÍ í hvorum flokki fyrir sig fengu þátttökurétt á mótinu. Keppni fór fram á laugardaginn og kláraðist mótið þá og þykir hafa tekist vel til. Leikar enduðu þannig að Eiður Ísak Broddason fór með sigur af hólmi í karlaflokki þegar hann sigraði Kristófer Darra Finnson í æsispennandi úrslitaleik sem endaði 30-29 og 21-17. Í kvennaflokki bar Margrét Jóhannsdóttir sigur úr býtum þegar hún lagði Sigríði Árnadóttur 21-8 og 21-11.