Vormót trimmara.

Trimmarar kláruðu tímabilið með stæl.

Vormót trimmara fór fram í TBR húsunum um helgina. Leikið var í öllum greinum með útsláttarfyrirkomulagi í flestum greinum. Vormótið er árlegt mót sem markar endalok tímabilsins. Góð stemming var á mótinu, enda þekkjast trimmararnir vel eftir að hafa spilað saman allt tímabilið. Keppnin var oft á tíðum mjög jöfn og spennandi og margir góðir badmintonleikir litu dagsins ljós. Vortrimmara TBR var veitt verðlaun í lok mótsins, en í ár var það Gunnar Örn Ingólfsson sem vann titilinn. Gunnar var stigahæsti trimmarinn í trimmtímunum yfir árið. TBR þakkar þátttakendum trimmmótsins kærlega fyrir samveruna og óskar þeim gleðilegs sumars.

Alt text