Meistaramót Íslands.

Nýir Íslandsmeistarar krýndir um helgina.

Meistaramót Íslands markar endalok tímabilsins í augum margra badmintonspilara á Íslandi. Mótið fór fram um síðustu helgi í TBR húsinu og hófst það á föstudegi og því lauk á sunnudaginn. Margir keppendur voru skráðir til leiks var keppnin yfirleitt mjög spennandi og skemmtileg. Sýnt var beint frá úrslitunum á RÚV til þess að fólk um allt land gat fylgst með veislunni. Úrslitin voru mjög jöfn og á köflum óbærilega spennandi. Í meistaraflokki fóru úrslitin þannig að Kári Gunnarsson sigraði Atla Jóhannesson í einliðaleik karla en þeir unnu seinna tvíliðaleik karla saman og Kári því tvöfaldur Íslandsmeistari. Margrét Jóhannsdóttir sigraði landsliðsþjálfarann sinn, Tinnu Helgadóttur, í æsispennandi leik. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Margrétar í einliðaleik, en hún tapaði tækifærinu á því að verða þrefaldur Íslandsmeistari þegar Rakel Jóhannesdóttir og Drífa Harðardóttir sigruðu hana og Söru Högnadóttir í tvíliðaleik kvenna. Þau Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir náðu síðan að sigra síðasta leik mótsins, þegar þau lögðu systkinin Tinnu Helgadóttur og Magnús Inga Helgason. Kári Gunnarsson tilkynnti í sjónvarpsviðtali að hann stefndi á Ólympíuleikana 2020 sem haldnir eru í Tókíó og spennandi verður að fylgjast með leið hans þangað. Tbr óskar öllum Íslandsmeisturum innilega til hamingju með árangurinn og þakkar um leið fyrir frábært tímabil sem senn er á enda.

Sigurvegarar frá TBR í mótinu:

Meistaraflokkur

Einliðaleikur karla.
  1. Kári Gunnarsson.
  2. Atli Jóhannesson.

Einliðaleikur kvenna.
  1. Margrét Jóhannsdóttir.
  2. Tinna Helgadóttir.

Tvíliðaleikur karla.
  1. Kári Gunnarsson og Atli Jóhannesson.
  2. Daníel Jóhannesson og Einar Óskarsson.

Tvíliðaleikur kvenna.
  1. Rakel Jóhannesdóttir og Drífa Harðardóttir(ÍA).
  2. Margrét Jóhannsdóttir og Sara Högnadóttir.

Tvenndaleikur
  1. Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir.
  2. Magnús Ingi Helgason og Tinna Helgadóttir.

A flokkur

Einliðaleikur karla.
  1. Atli Tómasson.

Einliðaleikur kvenna.
  1. Þórunn Eylands.
  2. Andrea Nilsdóttir.

Tvíliðaleikur karla.
  1. Atli Tómasson og Vignir Haraldsson.
  2. Ingólfur Ingólfsson og Sævar Ström.

Tvíliðaleikur kvenna.
  1. Guðríður Þóra Gísladóttir og Sigrún Einarsdóttir.
  2. Áslaug Jónsdóttir og Hrund Guðmundsdóttir(Hamar).

Tvenndaleikur.
  1. Ingólfur Ingólfsson og Sigrún Einarsdóttir.
  2. Sævar Ström og Guðríður Þóra Gísladóttir.

B flokkur

Einliðaleikur karla.
  1. Einar Sverrisson.

Tvíliðaleikur karla.
  1. Bjarni Þór Sverrisson og Eysteinn Högnason.

Tvenndaleikur.
  1. Elís Tor Dansson og Svanfríður Oddgeirsdóttir (Afturelding).