Deildakeppni BSÍ.

Fjörug liðakeppni.

Deildakeppni BSÍ er eina deildakeppni tímabilsins. Mikil stemming myndast á þessari helgi þegar ungir sem aldnir koma sér saman og keppa í þessari frábæru keppni. Leikið er í Meistara, A og B deild og hófst mótið á föstudaginn síðastliðinn. Í Meistaradeildinni voru fjögur lið skráð til leiks, fjögur lið í A deildinni og átta í B deildinni. Spilað voru þrír einliðaleikir karla, tveir tvíliðaleikir karla, einliðaleikur kvenna, tvíliðaleikur kvenna og tvenndaleikur og gafst tvö stig fyrir sigur í leikjum og eitt fyrir jafntefli. Eins og áður var nefnt að þá myndast alltaf frábær stemming á mótinu og það var frábært að fylgjast með keppninni því mikið var um skemmtilegt badminton um helgina. Nánari upplýsingar um úrslit af mótinu má finna hér.

TBR-Elding: Sigurvegarar í Meistaradeildinni