Reykjavíkurleikarnir 2016 - Framhald.

Reykjavík International Games.

Reykjavíkurleikarnir, Reykjavík International Games, fóru fram um helgina. Leikarnir voru haldnir í 9. sinn og keppt var í flestum mótshlutum í Laugardalnum í Reykjavík. Keppni í fullorðinflokki í badmintoni fór fram í TBR og var mótið mjög glæsilegt. Mótið var mjög sterkt í ár, enda ólympíuár, og fjölmargir erlendir keppendur lögðu leið sína til Íslands til að ná sér í stig á heimslistann. Leikunum var slitið á frábærri lokahátíð í Laugardalshöll þar sem badminton átti fulltrúa í lokaatriði leikanna.

Sigurvegarar á mótinu:

Einliðaleikur Karla

  1. Kim Bruun[Danmörk].
  2. Pedro Martins[Portúgal].

Einliðaleikur Kvenna

  1. Julie Dawall Jakobsen[Danmörk].
  2. Airi Mikkela[Finland].

Tvíliðaleikur Karla

  1. Christopher Coles og Adam Hall[England/Skotland].
  2. Ben Lane og Sean Vendy[England].

Tvíliðaleikur Kvenna

  1. Jessica Pugh og Sarah Walker[England].
  2. Chloe Birch og Jenny Wallwork[England].

Tvenndaleikur

  1. Anton Kaisti og Cheryl Seinen[Finnland/Holland].
  2. Pawel Pietryja og Aneta Wojtkowska[Poland].