Reykjavíkurleikarnir 2016.

Reykjavík International Games.

Reykjavíkurleikarnir eru nú í fullum gangi. Reykjavík International Games er árleg íþróttaveisla þar sem keppt er í 21 íþróttagrein og á meðal keppenda er okkar færasta íþróttafólk. Einnig er fjöldinn allur af erlendum íþróttamönnum sem heimsækja leikana ár hvert, frá 39 mismunandi löndum. Badminton er sú grein sem fær flesta erlenda gesti í heimsókn á leikunum, eða alls 150 einstaklinga. Það var því mikið líf í TBR um helgina þegar fjöldinn allur af Færeyskum gestum fylltu húsið til þess að taka þátt í unglingamóti Reykjavíkurleikanna. Mótið, sem var undir stjórn unglingaráðs TBR, gekk ágætlega fyrir sig, þrátt fyrir að örlítil seinkun hafi skapast á laugardeginum.

Á sunnudaginn var haldið sérstakt mót fyrir yngstu leikmennina í flokki U11. Í mótinu voru þrír riðlar, 2 riðlar fyrir strákana og einn fyrir stelpurnar, og allir spiluðu við alla í sínum riðli. Spilað var ein lota upp í 21 og að leik loknum var haldin verðlaunaafhending þar sem allir þátttakendur fengu verðlaun.

TBR þakkar öllum áhorfendum sem og þátttankendum fyrir samveruna um helgina og vonast til að sjá sem flesta í TBR um næstu helgi þegar fullorðinsmót Reykjavíkurleikanna í badminton fer fram.

Sigurvegarar frá TBR í mótinu:

U13

Einliðaleikur hnokka.
  1. Jón Hrafn Barkarson.

Tvíliðaleikur hnokka.
  1. Jón Hrafn Barkarson og Stefán Árni Arnarsson.

Tvenndaleikur hnokkar/tátur.
  1. Jón Hrafn Barkarson og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir.

U15

Tvíliðaleikur meyja.
  2. Katrín Vala Einarsdóttir og Lív Karlsdóttir.

U17

Einliðaleikur drengja.
  1. Eysteinn Högnason.

Einliðaleikur telpna.
  1. Andrea Nilsdóttir.

Tvíliðaleikur drengja.
  1. Daníel Ísak Steinarsson og Einar Sverrisson.
  2. Bjarni Þór Sverrisson og Eysteinn Högnason.

Tvenndaleikur drengir/telpur.
  1. Daníel Ísak Steinarsson og Andrea Nilsdóttir.

U19

Einliðaleikur pilta.
  1. Davíð Bjarni Björnsson.
  2. Pálmi Guðfinnsson.

Einliðaleikur stúlkna.
  1. Arna Karen Jóhannsdóttir.
  2. Harpa Hilmisdóttir.

Tvíliðaleikur pilta.
  1. Davíð Bjarni Björnsson og Pálmi Guðfinnsson.

Tvíliðaleikur stúlkna.
  1. Arna Karen Jóhannsdóttir og Margrét Nilsdóttir.
  2. Andrea Nilsdóttir og Harpa Hilmisdóttir.

Tvenndaleikur drengir/telpur.
  1. Pálmi Guðfinnsson og Arna Karen Jóhannsdóttir.
  2. Davíð Bjarni Björnsson og Margrét Nilsdóttir.