Meistaramót TBR.

Eitt af stærra TBR mótum á árinu.

Árið 2016 fór heldur betur af stað með látum hjá badmintonspilurum landsins. Meistaramót TBR fór fram um síðastliðna helgi og mættu keppendur reiðubúnir til leiks hófu þar með keppnisárið 2016. Mótið var gríðarlega skemmtilegt, sérstaklega þar sem sumir af þeim íslensku badmintonspilurum sem eiga heima erlendis mættu til leiks. Magnús Ingi Helgason, margfaldur íslandsmeistari í badminton, var meðal leikmanna, en hann er búsettur í Danmörku. Einnig var Daninn Jeppe Ludvigsen í leikmannahópnum en hann og Magnús báru sigur úr bítum í tvíliðaleik karla í meistaraflokki. TBR þakkar keppendum og áhorfendum kærlega fyrir helgina, með ósk um farsælt nýtt ár.

Sigurvegarar frá TBR í mótinu:

Meistaraflokkur

Einliðaleikur karla.
  1. Kári Gunnarsson.
  2. Eiður Ísak Broddason.

Einliðaleikur kvenna.
  1. Margrét Jóhannsdóttir.
  2. Sara Högnadóttir.

Tvíliðaleikur karla.
  1. Jeppe Ludvigsen (Danmörk) og Magnús Ingi Helgason.
  2. Daníel Jóhannesson og Einar Óskarsson.

Tvíliðaleikur kvenna.
  1. Rakel Jóhannesdóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir.
  2. Margrét Jóhannsdóttir og Sara Högnadóttir.

Tvenndaleikur
  1.Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir.
  2. Daníel Jóhannesson og Rakel Jóhannesdóttir.

A flokkur

Einliðaleikur karla.
  1. Pétur Hemmingsen.
  2. Atli Tómasson.

Einliðaleikur kvenna.
  1. Andrea Nilsdóttir.
  2. Margrét Dís Stefánsdóttir.

Tvíliðaleikur karla.
  1. Jón Sigurðsson og Sigurjón Jóhannsson.
  2. Geir Svanbjörnsson og Hans A Hjartarson.

Tvíliðaleikur kvenna.
  1. Áslaug Jónsdóttir og Hrund Guðmundsdóttir (Hamar.)
  2. Margrét Dís Stefánsdóttir og Þórunn Eylands.

Tvenndaleikur.
  1. Geir Svanbjörnsson og Áslaug Jónsdóttir.
  2. Andri Árnason og Margrét Dís Stefánsdóttir.

B flokkur

Einliðaleikur karla.
  1. Eysteinn Högnason.

Tvíliðaleikur karla.
  2. Gunnar Örn Ingólfsson og Steinþór Hilmarsson.

Tvenndaleikur.
  1. Elís Tor Dansson og Svanfríður Oddgeirsdóttir (Afturelding).