Jólamót unglina.

Síðasta unglingamót ársins.

Jólamót unglinga fór fram í TBR um síðastliðna helgi. Einungis var spilaður í einliðaleikur á mótinu, í aldursflokkum u13-u19. Mikil stemming skapaðist á mótinu sem er síðasta unglingamótið fyrir jól. Frábærir badmintonspilarar sýndu frábæra takta og þótti mótið hið skemmtilegasta. TBR þakkar unglingaráði TBR kærlega fyrir vel unnin störf, en mótið var í umsjá þeirra.

Sigurvegarar frá TBR í mótinu:

U13

Einliðaleikur hnokka.
  1. Stefán Árni Arnarsson.
  2. Gústav Nilsson.

Einliðaleikur táta.
  1. Júlíana Karitas Jóhannsdóttir.

U15

Einliðaleikur sveina.
  2. Andri Broddason.

Einliðaleikur meyja.
  1. Anna Alexandra Petersen.

U17

Einliðaleikur drengja.
  1. Eysteinn Högnason.
  2. Daníel Ísak Steinarsson.

Einliðaleikur telpna.
  1. Þórunn Eylands.

U19

Einliðaleikur pilta.
  1. Kristófer Darri Finnsson.
  2. Pálmi Guðfinnsson.

Einliðaleikur stúlkna.
  1. Arna Karen Jóhannsdóttir.