Haustmót trimmara.

Frábært trimmmót var haldið í TBR um helgina.

Haustmót trimmara er fastur liður hjá trimmurum á haustmánuðum. Mótið, ólíkt öðrum trimmmótum, fór þannig fram að leikmenn skráðu sig á staðnum og síðan voru spilar fimm umferðir og dregið var í hverja umferð. Í lokin voru stigin talin saman og fengu stigahæstu karlarnir og stigahæstu konurnar verðlaun. Aðaláhersla var þó lögð á skemmtilegt badminton og góða hreyfingu. Svo fór að Hallur Helgason sigraði í karlaflokki og Gunnar Geir Pétursson lenti í öðru sæti. Í kvennaflokki sigraði Arndís Sævarsdóttir og það var hún Sunna Karen Ingvarsdóttir sem tók annað sætið.

Alt text