Vetrarmót TBR.

Skemmtilegt unglingamót.

Haldið var upp á fyrsta vetrardag með hátíðlegu unglingamóti í TBR um helgina. Vetrarmót TBR er skemmtilegt unglingamót þar sem keppt er í flokkum u19 og niður í u13. Að venju var mikil gleði og hamingja meðal þátttakenda sem lögðu leið sína í TBR um helgina. Einn keppandi náði þeim frábæra árangri að vinna þrefalt í flokki u19. Það var hann Kristófer Darri Finnsson en hann sigraði einliðaleikinn, tvíliðaleik með Davíð Bjarna Björnssyni og tvenndaleiki með Margréti Nilsdóttur. Mótinu var stjórnað af unglingaráði TBR og gekk það að mestu áfallalaust fyrir sig. TBR þakkar þeim kærlega fyrir vel unnin störf.

Sigurvegarar frá TBR í mótinu:

U13

Einliðaleikur hnokka.
  1. Stefán Árni Arnarsson.
  2. Jón Hrafn Barkarson.

Einliðaleikur táta.
  2. Júlíana Karitas Jóhannsdóttir.

Tvíliðaleikur hnokka.
  2. Jón Hrafn Barkarson og Stefán Árni Arnarsson.

Tvíliðaleikur táta.
  1. Júlíana Karitas Jóhannsdóttir og Sigurbjörg Árnadóttir.

Tvenndaleikur hnokkar/tátur.
  2. Jón Hrafn Barkarson og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir.

U15

Einliðaleikur sveina.
  2. Andri Broddason.

Einliðaleikur meyja.
  1. Erna Katrín Pétursdóttir.

Tvenndaleikur sveinar/meyjar.
  2. Andri Broddason og Erna Katrín Pétursdóttir.

U17

Einliðaleikur drengja.
  1. Einar Sverrisson.
  2. Eysteinn Högnason.

Einliðaleikur telpna.
  1. Þórunn Eylands.

Tvíliðaleikur drengja.
  1. Bjarni Þór Sverrisson og Eysteinn Högnason.
  2. Daníel Ísak Steinarsson og Einar Sverrisson.

Tvíliðaleikur telpna.
  1. Andrea Nilsdóttir og Erna Katrín Pétursdóttir.

Tvenndaleikur drengir/telpur.
  1. Einar Sverrisson og Þórunn Eylands.
  2. Daníel Ísak Steinarsson og Andrea Nilsdóttir.

U19

Einliðaleikur pilta.
  1. Kristófer Darri Finnsson.
  2. Pálmi Guðfinnsson.

Einliðaleikur stúlkna.
  1. Arna Karen Jóhannsdóttir.
  2. Margrét Dís Stefánsdóttir.

Tvíliðaleikur pilta.
  1. Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson.
  2. Davíð Phuong og Pálmi Guðfinnsson.

Tvíliðaleikur stúlkna.
  1. Arna Karen Jóhannsdóttir og Margrét Nilsdóttir.
  2. Margrét Dís Stefánsdóttir og Þórunn Eylands.

Tvenndaleikur drengir/telpur.
  1. Kristófer Darri Finnsson og Margrét Nilsdóttir.
  2. Pálmi Guðfinnsson og Arna Karen Jóhannsdóttir.